hotel eskifjörður eskifirði sævar guðjónsson árni helgason egill helgi árnason hótel bankanum landsbankinnJárnlukt seðlag­eymsla í kjall­ara húss á Eskif­irði þar sem úti­bú Lands­banka Íslands var áður verður vín­g­eymsla. Þegar hef­ur nokkr­um hluta húss­ins verið breytt í hót­el en nú er verið að breyta skip­an inn­an­dyra í hús­inu, þannig að her­bergj­um þar fjölg­ar úr 14 í 17 og sal­arkynni verða hent­ugri. Hót­el Eskifjörður heit­ir staður­inn og að baki því er sam­nefnt einka­hluta­fé­lag. „Þetta verður til­búið fyrri hluta sum­ars,“ seg­ir Sæv­ar Guðjóns­son, einn þriggja eig­enda hót­els­ins í um­fjöll­un um málið í Morg­un­blaðinu í dag. Hinir eru feðgarn­ir Eg­ill Helgi Árna­son og Árni Helga­son.

Í pen­inga­hólf­inu í kjall­ara gamla Lands­banka­húss­ins var lengi seðlag­eymsla Seðlabanka Íslands fyr­ir Aust­ur­land. Sú starf­semi er löngu af­lögð og nokk­ur ár eru síðan Lands­banka­úti­bú­inu á Eskif­irði var lokað. „Þegar við fór­um í breyt­ing­ar á hús­inu var þessi járn­klefi í miðju hús­inu og það var úti­lokað að hreyfa nokkuð við hon­um. Að vínið fyr­ir bar­inn á hót­el­inu verði í rekk­um á bak við rimla held ég að sé góð lausn,“ seg­ir Sæv­ar. Þau Berg­lind Ingvars­dótt­ir kona hans reka ferðaþjón­ust­una á Mjó­eyri á Eskif­irði og með hót­el­inu færa þau út kví­arn­ar.

Grein af mbl.is

 

Share this with your friends