Dagskrá Sjómannadagsins 2012

Sjómannadagshátíð og Norskir dagar á Eskifirði

Eskifjörður
Fimmtudagur 31. maí

14:00–19:00 Sumarlegar & Sætar – Fataverslunin LV og Snyrtistofa Ingunnar með frábær sumartilboð í húsnæði snyrtistofunnar.

18:00 Sjósund fyrir alvöru heljarmenni og valkyrjur á Mjóeyri, heitur pottur hjá Mjóeyrarhjónum eftir sundsprettinn.

19:00 Grill & Fjör – Mætum með eigin grillmat. Meðlæti, sósur og gos á staðnum.

21:00 Pub Quiz á Kaffihúsinu – þemað er bátar og sjómennska. Glæsileg verðlaun frá Kaffihúsinu og Ölgerðinni

Föstudagur 1. júní

11:00 – 14:00 Sumarlegar & Sætar – Fataverslunin LV og Snyrtistofa Ingunnar með frábær sumartilboð í húsnæði snyrtistofunnar.

17:00–19:00 Diskótek fyrir 11 ára og yngri í félagsmiðstöðinni Knellunni – hvetjum krakka af öllum fjörðum til að mæta. 300 kr. aðgangseyrir

18:00 – 19:00 Tónleikar með norsku söngkonunni Sigrid Randes Pehrson og Harald Lind Hansen í Randulfssjóhúsi. Einstakir tónleikar sem enginn má missa af. Frítt inn.

21:00 – 24:00 Dansleikur með Randúlfum í Randulfssjóhúsi í anda Borgarhóls & Ungmennafélags Helgustaðarhrepps. Tilvalið tækifæri til að dusta rykið af dansskónum. Aðgangseyrir 1.000 kr.

23:00 Keppni í Sjómann við Kaffihúsið – vegleg verðlaun í boði

24:00 – 03:00 DJ Spider Jensen heldur uppi stuðinu með óskalögum sjómanna á Kaffihúsinu.

Laugardagur 2. júní

08:00 – 13.00 Götuþríþraut – mæting við sundlaug. Forskráning á www.hlaup.com – tilvalin hreyfing og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Biðjum ökumenn að taka tillit til keppenda.

10:00–12:00 Hestamannafélagið Freyja bíður öllum á hestbak inní reiðgerði.

10:00 – 12:00 Söguganga með Þórhalli Þorvaldssyni. Mæting við Framkaupstað kl.10:00 og gengið út að Randulfssjóhúsi. Fiskisúpa á vægu gjaldi í Randulfssjóhúsi fyrir göngufólk.

13:30 Sigling með flaggskipum íslenska flotans, Aðalsteini Jónssyni og Jóni Kjartanssyni – glaðningur fyrir börnin.

15:00 Dagskrá út á Mjóeyri.
· Kappróður, skráning liða hjá Jens G. jens@fiskimid.is – 899 4348. Takmarkaður fjöldi.
· Bátarnir komnir í smábátahöfnina og verða lausir til æfinga fram á laugardag.
· Reipitog, þrautir og fleira – skipulagt af hinum landsfrægu “Dillum”.
· Sunddeild Austra selur pylsur og gos.

24:00 – 04.00 Stórdansleikur í Valhöll – Hljómsveitin Buff – Forsala á Kaffihúsinu.

Sunnudagur 3. júní

11:00 Sjómannadagsmessa.

12:00 Athöfn við minningarstyttu um drukknaða sjómenn – hátíðarræða – sjómaður heiðraður – tónlistaratriði.

12:30 Dorgveiðikeppnni á bræðslubryggjunni – Munið björgunarvestin !!

14:00 Í MIÐBÆ ESKIFJARÐAR Hoppukastalaland (kr.800.- dagspassi)
Glæsileg skemmtiatriði á sviðinu: Ingólfur Geirdal töframaður – tónlistaratriði – skemmtikraftar ofl

11:00–16:00 Myndlistarfélagið heldur sýningu á verkum félagsmanna í húsnæði félagsins í Valhöll

14:00 – 17:00 Útifatamarkaður Rauða Krossins í miðbænum. Föt á hlægilegu verði frá “RK Design”

15:30 á sparkvellinum. Eskjumenn bjóða uppá pylsur og gos. Þrautir – farið í sjómann og ýmsar keppnir. Verðlaunaafhending fyrir kappróður og dorgveiðikeppni.

14:30–17:00 Kaffisala Slysavarnadeildarinnar Hafrúnar í slysavarnarhúsinu Eskifirði. Hnallþórur í yfirstærðum á góðu verði.

15:00–17:00 Árlegt sjómannadagskaffi björgunarsveitarinnar Ársólar í Þórðarbúð Reyðarfirði.

Kaffihúsið Eskifirði – tilboð á hamborgaranum Hólmatindi – Terturnar á sínum stað.

Sjóminjasafn Austurlands opið alla helgina milli kl.13:00 – 17:00.

Sjómannadagsráð vill þakka öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa styrkt og aðstoðað okkur við undirbúning og framkvæmd sjómannadagsins

Sjómannadagurinn er fyrsti sunnudagurinn í júní ár hvert, nema ef hvítasunnu ber upp á þann dag, þá er hann næsti sunnudagur þar á eftir. Hann er hátíðisdagur allra sjómanna. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur þann 6. júní árið 1938 í Reykjavík og á Ísafirði en frá upphafi 20. aldar tíðkaðist að halda sérstakar sjómannamessur í kirkjum áður en þilskipin héldu til veiða eftir vetrarlægi, sem var yfirleitt 3. eða 4. sunnudag eftir þrettánda. Árið 1987 var dagurinn lögskipaður frídagur sjómanna.