1) Dagskrá skal vera gefin út að lágmarki 2 vikum fyrir keppni og þar skal koma fram hvar keppnisstaður er,
hvar og hvernig menn skrá sig, Hvar er hægt að nálgast reglur, tímaáætlun keppninnar
2) Skráning skal fara fram að lágmarki viku fyrir keppni
3) Öryggisskoðun skal fara fram fyrir keppni og skal tekið fram í tímaáætlun keppninnar hvar og hvenær
4) 4 flokkar eru í keppninni og þeir eru 4-7 ára, 8-11 ára, 12-15 ára og 16 ára + (aldur fer eftir elsta ökumanni / ýtara) Verðlaun eru veitt í öllum flokkum. Einnig verða veitt verðlaun fyrir flottasta bílinn. Í heildarflokknum má blanda saman hvaða aldri sem er. (t.d. má fullorðinn ýta barni sínu) en ef menn keppa í heildarflokknum og uppfylla ekki skilyrði fyrir undirflokkum þá geta þeir ekki keppt þar líka.
5) Í einu liði skal vera hámark 3 keppendur á aldri miðað við flokk og einn liðstjóri sem þarf að hafa náð 18 ára aldri. Keppendur ráða hver keyrir og ýtir hverju sinni en að lágmarki skulu vera 2 inná brautinni í einu.
7) Allir keppendur undir 18 ára aldri þurfa að skila inn leyfi frá forráðamönnum til að fá að keppa.
8) Ekki meiga vera auglýsingar á bílunum sem stríðir gegn almennu velsæmi eða lögum í landinu
(t.d. áfengis eða vímuefnaauglýsingar)
9) Allir keppendur skulu sýna drengilega keppni og getur dómari gefið refsingu fyrir ódrengilega keppni
10) Keppnin verður keyrð eins og venjuleg rallykeppni þar sem viðkomandi áhöfn skal koma inn á réttum tíma.
Við upphaf keppni fær viðkomandi lið tímabók.
11) Ef þú tínir tímabókinni þá ertu dottin úr keppni.
12) Refsing fyrir að koma of snemma inná tímavarðstöð er 20sec fyrir hverja byrjaða mínútu en 10sec
fyrir hverja byrjaða mínútu fyrir að koma of seint inn. Á 15. mínútu er liðið dottið úr keppni
13) Keppni hefst við öryggisskoðun og skulu keppendur vera komnar á réttum tíma miðað við tímaáætlun
eða að öðrum kosti að fá refsingu eins og hér að ofan.
14) Leyfilegt er að koma of snemma inní öryggisskoðun.
15) Í tímabók skulu keppendur reikna út tímann sinn og hvenær þeir eiga að koma inná næstu leið.
Liðstjóri má aðstoða við þessa útreikninga.
16) Fari keppendur útaf leið þá skulu þeir fara á sama stað aftur inná.
17) Dómarinn ræður. Hann getur ákvarðað refsingu ef hún er ekki tilgreind í reglum þessum
18) Hægt er að áfrýja úrskurði dómnefndar til keppnisstjórnar
19) Keppnisstjórn getur ákveðið hvort ræst verði með 30sec millibili eða 1min millibili.
Ef svo ólíklega vildi til að lið nær öðru liði inná sérleið þá skal
passa uppá öryggi keppenda við framúrtöku.
20) Aðeins er leyfilegt að gera við bíla á tilgreindum viðgerðarsvæðum.
21) Inná sérleið mega keppendur ekki fá utanaðkomandi hjálp nema með leyfi dómara.
22) Verðlaun: veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin í hverjum flokk.
23) Einnig verða veitt verðlaun fyrir flottasta bílinn.
24) Til að flokkur teljist gildur þarf að lágmarki 3 bíla.
Ef ekki næst í flokk þá keppa viðkomandi í heildarflokknum.
25) Hámarks fjöldi bíla í þessari keppni er 100. Ef fleiri en það sækja um þá getur keppnisstjórn farið fram á að haldin verði forkeppni eða að farið verði eftir fyrirkomulaginu fyrstur skráir sig fyrstur kemst inn.
26) Keppninni verður skipt upp í riðla, cirka 20 bílar verða í hverjum riðli. Í hverjum riðli verða eknar þrjár brautir. Fimm efstur í hverjum riðli komast í úrslit. Í úrslitum verða aftur eknar þrjár brautir.